Krispí Humar
Uppskriftir
Krispí Humar Taco
-
50-55 gr. Krispí Humar í hverja vefju
-
Barion Maís salsa
-
Pikklaður rauðlaukur (sjá uppskrift að neðan)
-
Barion Chili Mayo eða Hvítlauks Mayo frá 12 Tommunni
-
Tortilla kökur t.d. frá Santa Maria.
Pikklaður Rauðlaukur
-
1/2 bolli eplaedik
-
1/2 bolli vatn
-
1 rauðlaukur
AÐFERÐ
-
Setjið eplaedik og vatn í pott og fáið upp suðu. Sjóðið í 2-3 mínútur.
-
Skerið laukinn í þunnar, jafnar sneiðar.
Því þynnri, því betri - laukurinn verður bæði girnilegri og tekur ekki yfir bragðið af matnum sem hann er borinn fram með. -
Látið blönduna kólna áður en lauknum er bætt við - þannig helst laukurinn crunchy.
-
Bætið edikinu saman við laukinn og setjið í krukku sem er hægt að loka vel. Það er mikilvægt að vökvinn fljóti yfir allan laukinn.
-
Kælið í ísskápnum í u.þ.b. klukkutíma áður en hann er borinn fram. Laukurinn endist í allt að þrjár vikur í ísskáp.
Krispí Humar Salat
-
70-80 gr. Krispí Humar
-
Salat að eigin vali, t.d. tilbúin salatblanda
-
Barion Maís salsa, sem er tilbúið í pakka, Eða búa til Mangó Salsa (sjá uppskrift að neðan).
-
Saxaðar gúrkur
-
Chili Hunangs lime dressing (sjá uppskrift að neðan)
-
Gott að setja smá hvítlaukssósu yfir allt.
Aðferð:
Eldaðu Krispí Humarinn samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Blandaðu saman salati, Maís salsa, gúrkum og dressingunni.
Mangósalsa
-
1 ferskt mangó í teningum
-
1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður
-
1 chili stilkur (hreinsa fæin úr) og fínsaxaður. Má vera Meira fyrir sterkari áhrif.
-
½ agúrka, smátt skorin
-
½ rauð paprika
-
Fínsaxaður kóríander, eftir smekk (eða sleppa)
-
safi og rifinn börkur af ½ Lime (gott að hafa líka Lime skorið í báta með).
-
1 tsk gróft salt
-
Ferskmalaður svartur pipar, magn eftir smekk
AÐFERÐ
Blandið öllu saman og hellið límónu safanum yfir
Salt og pipar eftir smekk.
Chili hunangs lime dressing
-
2 msk lime safi
-
Fínt rifinn börkurinn af einu lime
-
1 msk eplaedik
-
2 msk Chili hunang frá 12 Tommunni
-
2 rif rifinn hvítlaukur
-
6 msk ólífuolía
AÐFERÐ
Blandið öllu saman í skál.
Hvítlauksbrauð með Krispí Humar
-
12 Tommu pizza deig
-
12 Tommu Pizza ostur
-
12 Tommu hvítlaukssmjör
-
12 Tommu lítið pepperoni
-
70-80 gr. af Krispí Humar frá Barion
-
12 Tommu hvítlauksolía
-
Einnig hægt að kaupa frosið 12 Tommu Hvítlauksbrauð.
Aðferð
Hvort sem þú vilt búa til Hvítlauksbrauðið frá grunni eða kaupa tilbúið úr frosti, þá eldar þú Krispí Humarinn sér. Sjá eldunarleiðbeiningar að neðan.
Bakaðu hvítlauksbrauðið án humarsins og settu humarinn á heita pizzuna svo að hann sökkvi smá í ostinu. Gott að segja smá auka hvítlauksolíu yfir og dass af salti.
Krispí Humar forréttur
-
100 gr. Krispí Humar
-
Lime
-
Hvítlaukssósa eða Barion Chili Mayo
-
Koríander (eða ekki)
Aðferð:
Eldaðu Krispí Humarinn samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Geggjað að bera fram með Barion Chili Sósunni eða 12 Tommu Hvítlaukssósunni.
Gott að hafa Lime báta til hliðar.
Eldunarleiðbeiningar
Airfryer
200°C / Max Crisp
6-8 mín.
Djúpsteiking
Mikilvægt er að olían sé á réttu hitastigi, milli 170- 180°C.
Bakaraofn
Grill stilling
200°C í 12 - 15 mín.
Örbylgjuofn
Helst ekki gera það...en ok, 2 mín. í hæstu stillingu ætti að duga.